- Advertisement -

Gáfust upp og aflýstu verkfalli

Vinnumarkaður Miðjan hefur heimildir fyrir að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík hafi gefist upp í deilunni við fyrirtækið, Rio Tinto Alcan.

Verkfalli hefur verið aflýst og því verða starfsmennirnir samningslausir. Þar með er staðan óbreytt, enginn nær neinu fram. Starfsmennirnir fá ekki hækkanir sem aðrir hafa fengið og álverið ekki verktakana.

Heimildir segja að það hafi verið forystu starfsmanna um of að vera jafnvel valdir að hundruðir starfsmanna verða atvinnulausir auk þess áfalls sem lokun álversins myndi hafa á samfélagið.

Hvað gerist næst í deilunni er með öllu óljóst á þessari stundu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: