- Advertisement -

Gamla testamentið á Alþingi

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, setur sinn svip á umræður á Alþingi. Er oft áheyrilegur. Hann fór fáfarna leið í umræðum og tollamál. Eftirgjöf skulda til fátækra ríkja var honum hugleikinn.

Hann vitnaði meðal annars í Mósebók:

„Sérhver lánadrottinn skal falla frá kröfum vegna láns sem hann hefur veitt náunga sínum.“ Svo virðist að þrátt fyrir þetta orðalag, sem felur í sér samkvæmt orðanna hljóðan að allir kröfuhafar eigi að afskrifa öll lán á sjö ára fresti, þá hafi engu að síður verið strax eða fljótlega farið að líta svo á að skuldaafskriftir næðu ekki til allra skulda, enda var lögmálið fyrst og fremst ætlað til hagsbóta fyrir hina fátæku. Þannig var fljótt farið að líta svo á að lögmálið næði ekki til skulda vegna launagreiðslna, greiðslu lána með einhvers konar veðtryggingu og skulda, sem til hafði stofnast vegna kaupa á vöru með afborgunum. […] „Því að niðurfelling skulda hefur verið boðuð vegna Drottins segir, felur í sér skilaboð um að fyrirmælin um skuldauppgjöf koma frá Drottni, engum öðrum.“ […] Af þeim skýringarritum sem hér hefur verið vísað til virðist sem niðurfelling skulda hafi átt að eiga sér stað á sjö ára fresti og að afskrifa skyldi algjörlega allar skuldir. Svo virðist sem að reglurnar hafi fyrst og fremst átt að vera til hagsbóta fyrir hina fátæku og því farið að túlka reglurnar á þann veg að niðurfellingin tæki ekki til allra skulda. Grunnur þessa er sá að Drottinn fer fram á að felldar séu niður skuldir og því fylgir það loforð frá Drottni og hann muni blessa þann sem það gerir.“

Herra forseti. Þessi tilvitnun mín í texta Gamla testamentisins og skuldaniðurfellingu til fátækra þjóða tel ég eiga ágætlega við í þessari umræðu, en það er sjálfsagt að við Íslendingar tökum virkan þátt í samstarfi við Alþjóðaviðskiptastofnunina sem stefnir að því að stuðla að efnahagslegri farsæld, sjálfbærni og baráttu gegn fátækt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: