- Advertisement -

Garðbæingar eru methafarnir

Engir Íslendingar og sennilega engir Norðurlandabúar þurfa að innbyrða eins mikið af sýklalyfjum og Garðbæingar. Hið minnsta er hvergi ávísað meira af lyfjunum en í Garðabæ.

„Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans í frétt á Vísi.

Í fréttinni segir Karl einnig: „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman.“

Þar kemur og fram að sé litið til heilbrigðisumdæma sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra.

„Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl í fréttinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: