„Gerið ekki lítið úr sjálfum ykkur“

„Hvað í ósköpunum er í gangi hérna? Í nær hverjum einasta þræði þá þarf fólk að rífast og gjörsamlega drulla yfir aðra,“ skrifar R. Ása Ingiþórsdóttir, stofnandi umræðusíðunnar, Reykjanesbær, gerum góðan bæ betri, og segir koma til greina að loka síðunni vegna leiðinda.

„Ég skil þetta bara ekki af fullorðnu fólki að hegða sér svona, fólk má vel hafa skoðanir og það þurfa ekki allir að vera sammála, en að koma með allskonar fúkyrði út af því þá segi ég stopp hingað og ekki lengra,“ skrifar hún.

„Ég veit að fólk er svo komið með upp í kok og þar á meðal ég. Ég hef alveg hugsað að loka þessari grúppu, en ég ætla ekki að láta nokkra aðila eyðileggja annars allt það flotta sem hefur skapast frá því ég stofnaði hópinn. Stöndum saman með þetta. Útkljáið ykkar mál annarsstaðar en í þessari grúbbu. Gerið ekki lítið úr sjálfum ykkur.“
Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: