- Advertisement -

Geta ekki gengið og tuggið tyggjó á sama tíma

Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics, er ekki hrifinn af hugmyndinni um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitisns.

„Það er betra að setja upp margar ríkisstofnanir en sameina mörg hlutverk í færri stofnunum. Með því verður eðlileg samkeppni á milli stofnana, og þær leysa úr deilumálum á eðlilegan hátt.“

Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics er ekki sáttur við mögulega færslu verkefna frá Fjármálaeftirlitinu yfir til Seðlabankans.

„Mér finnst það algjörlega afleit hugmynd að ætla að færa svona mikið af völdum til Seðlabankans. Ef þú ert með marga mismunandi hluti í sömu ríkisstofnuninni, þá vitum við aldrei hver af stefnunum er sú sem er ráðandi,“ segir Jón í viðtali við viðskiptablað Moggans.

„Ríkisstofnanir eiga alltaf erfitt með að gera fleiri en einn hlut í einu. Þær geta ekki gengið og tuggið tyggjó á sama tíma. Það er betra að setja upp margar ríkisstofnanir en sameina mörg hlutverk í færri stofnunum. Með því verður eðlileg samkeppni á milli stofnana, og þær leysa úr deilumálum á eðlilegan hátt. Ef stofnanir eru fleiri heyrast líka mismunandi sjónarmið sem leiðir almennt til betri ákvarðanatöku.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: