- Advertisement -

Geta þingmenn ekki sagt, nei takk

- ráðherra og fjórir þigmenn þáðu boð að fara með Bandaríkjaher í flugvél og í flugmóðurskip.

Þau þáðu boð Bandaríkjahers. Geta þingmenn ekki sagt nei takk?

Vísir greinir frá að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og fjórir þingmenn, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins séu á meðal þingmanna um borð í bandarísku flugmóðurskipi.

Njáll Trausti tók mynd af herþotunni sem flutti þiggjendurna íslensku og birti á Facebook. Myndin hans fylgir þessari umfjöllun.

Aðeins að öðru máli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, sagði í gær að sér þætti í of mikið lagt hversu margir þingmenn voru sendir á fund í Nuuk. Aðrir þingmenn kipptust við og verja kerfið sem starfað er eftir.

Silja Dögg Gunnarsdóttir er í þeim hópi. Hún sagði á þingi í dag:

„Í gær, undir liðnum um störf þingsins, hlýddi ég á ræðu hv. þm. Guðmundar Inga Kristinssonar þar sem hann fjallaði um septemberfund Norðurlandaráðs sem haldinn var í Nuuk í síðustu viku. Þingmaðurinn gagnrýndi kostnað við þá ferð. Sú sem hér stendur hefur átt sæti í utanríkismálanefnd í fimm ár og gegnir nú embætti formanns Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Í mínum störfum á þeim vettvangi hef ég aldrei orðið vör við óþarfaspreð af hálfu þingsins. Þingmenn fljúga alltaf á almennum farrýmum nema þeir borgi sérstaklega fyrir eitthvað meira, og þá sjálfir náttúrlega. Þingmenn eru almennt ekki látnir gista á fínustu hótelunum. Þeir fundir sem við erum látin sækja eru vel valdir, allt saman auðvitað sjálfsagt.“

Guðmundur Ingi benti á að honum þætti fullmikið í lagt. Tekið er til varna vegna þess. Ekki spurt hvort hægt sé að færri þingmenn fari í einstaka ferðir.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: