- Advertisement -

Gleymdi Sigurður Ingi Austurlandi?

„Við í samgönguráðuneytinu horfum á Ísland sem eina heild,“ svaraði ráðherrann.

Logi Einarsson tók til máls í umræðum um samgönguáætlun og talaði um hvernig Sigurður Ingi deilir peningum milli landshluta.

„Mér finnst þetta skammarlegt“

„Það er fróðlegt að sjá skiptingu fimm ára áætlunar niður á svæði, Norðursvæði 3,8 milljarðar, Vestursvæði 17,9 milljarðar, Suðursvæði I 8 milljarðar, Austursvæði 4,3 milljarðar. Þar eru reyndar inni Lónið, Hornafjarðarfljót, Steinsvatn og Kotá en þetta eru blekkingar. Þetta á heima á Suðursvæði. Eftir stendur 1 milljarður kr. 3,3 milljarðar flytjast þá yfir í kjördæmi hæstvirtan ráðherra, Suðursvæðið, sem á samkvæmt áætlun að fá 11,5 en fær í rauninni 15.

Ég vil spyrja ráðherra hvort honum finnist þetta boðlegt og hvort hann vilji ekkert taka tillit til þeirra forgangsmála Austfirðinga sem hafa einróma ályktað um framkvæmdir. Í áætluninni eru farnar allt aðrar leiðir. Mér finnst þetta a.m.k. skammarlegt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Horfum 20 ár til baka

Sigurður Ingi svaraði: „Við í samgönguráðuneytinu horfum á Ísland sem eina heild og færi háttvirtur þingmaður yfir skiptingu framkvæmdafjár til einstakra svæða, kannski 20 ár aftur í tímann, væri kannski kominn eðlilegri mælikvarði á það hvernig skiptingin er og kannski væri líka rétt fyrir háttvirtan þingmann að taka ekki bara umferðarþunga og umferðaröryggi eða skiptingu síðustu 20 ára heldur taka lengd, kílómetra og umferðarþunga á einstökum svæðum.“

Gefum Loga síðasta orðið:

„Helgi Valtýsson tók saman ljóð austfirskra skálda og kallaði Aldrei gleymist Austurland. Hér held ég að hafi birst bók sem er gefin út á Suðurlandinu sem heitir Alltaf gleymist Austurland.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: