- Advertisement -

Golf fyrir alla: Er forgjöfin rétt?

Það viðraði vel til golfleiks á La Finca í dag. Hitinn fór yfir tuttugu gráður og sólin skein skært í allan dag.

Hér eru margir Norðurlandabúar, einkum Finnar og Svíar og eins Norðmenn og Danir, en í dag lékum við með tveimur Dönum.

Danirnir byrjuðu á að óska okkur til hamingju með að hafa verið sjálfstætt ríki í hundrað ár. Þeir dáðust mikið af íslenska fótboltalandsliðinu sem og handboltaliðinu. Þegar við bættum við að körfuboltaliðið hafi í tvígang keppt í lokakeppni evrópumótsins og hversu vel kvennalandslið Íslands hefur staðið sig undruðust þeir enn frekar. Töldu að Íslendingar ættu gott með að spila saman sem heild.

Þeir hafa greinilega ekki heyrt nýjustu fréttir þar sem tíund þingheims lítillækkaði meira en helming þjóðarinnar. Nóg um það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eitt vefst fyrir okkur. Getur verið að forgjafir Íslendinga séu lægri en annarra þjóða. Okkur virðast margir erlendir spilarar vera nokkru betri en Íslendingar með svipaða forgjöf.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: