- Advertisement -

 Golf fyrir alla: Golf um miðjan „vetur“

Þar sem við tókum okkur vetrarsetu, í Campoamor, nokkru sunnan við Torrevieja, á að heita að komin sé vetur. Hitastigið fer almennt ekki undir sautján gráður að degi til og nær stundum nokkuð yfir tuttugu gráður. Sólin skín flesta daga.

Athygli hefur vakið að nú koma hingað fjölmennir hópar, mest Englendingar og Svíar, sem koma hingað og leika golf. Flest leika golf í stuttbuxum og stuttbol (nýyrði).

Englendingarnir sem við höfum leikið með hafa miklar áhyggjur af Brexit og vilja endilega vita hvað okkur þykir um þá stöðu sem uppi er. Allir þeir Englendingar, sem hafa talað um Brexit eru mjög ósáttir við það sem er að gerast.

Einn þeirra sagði bæði foreldra sína og tengdaforeldra hafa greitt atkvæði með útgöngunni og með þeim rökum að þau vildu fá aftur það „góða“ sem áður var. „Hvað viljið þið endurheimta? Kolanámurnar, sagðist hann hafa spurt þau.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er ekkert miðað við hvað þessi var ósáttur við yngri kjósendur. Hann sagði son sinn, sem er í háskóla, hafa verið harðan á móti útgöngunni. „Ég hringi í hann daginn fyrir kjördag og minnti hann á að kjósa. Eftir að úrslitin lágu fyrir hringdi ég aftur. Sonur sagði að hann og aðrir stúdentar hafi dottið í það og ekki haft heilsu til að fara á kjörstað.

„Nú situr unga fólkið og við hin uppi með verstu ákvörðun sem við munum eftir. Og kannski vegna þess að unga fólkið kaus að detta í það frekar en að fara og kjósa.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: