Gunnar Bragi vill nýja forystu í Framsókn

- þetta og margt fleira í Svartfugli í kvöld.

Í þjóðmálaþættinum Svartfugli, sem er á dagskrá Hringbrautar og Miðjunnar klukkan 21:00 í kvöld segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, að skipta verði um forystu í flokknum. Hann vill að formaðurinn, Sigurður Ingi Jóhannsson láti af formennsku í flokknum.
Gunnar Bragi segir flokkinn, sem er eitt hundrað ára gamlan, vera nánast áhrifalausan í íslenskum stjórnmálum og að því verði að breyta. Hann viðurkennir átök í flokknum átök sem snúast fyrst og síðast um persónur en ekki stefnur.
„Það er gjá milli fólks, gjá sem sífellt breikkar,“ segir hann.
Auk Gunnars Braga verða gestir þáttarins Bjarnheiður Hallsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattsjóri.

-sme
Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: