- Advertisement -

Hættir formennsku í Hollvinafélagi MR

- MR geldur þess hversu margir nemendur hans verða stjórnmálamenn, sagði fjármálaráðherra.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinasamtaka Menntaskólans í Reykjavík.

„Ég talaði líka um að kannski hefði skólinn liðið fyrir það að margir stjórnmálamenn hefðu komið úr skólanum. Þeir væru hræddir um að láta skólann njóta jafnræðis við aðra skóla af ótta við að vera skaðir um að hygla sínum gamla skóla. Í ljósi þess sagði ég frá því að ég hygðist ekki gefa kost á mér til endurkjörs í Hollvinafélaginu í þetta sinn, þannig að ekki kæmu upp ásakaniir af þessu tagi í minn garð, þó að svo vildi til að einhvern tíma verði staðið við loforð um að bætt verði úr húsnæði skólans og hann njóti jafnræðis við aðra,“ tilkynnir hann.

Hann var við skólaslit MR; „…og í þetta sinn útskrifaðist glæsilegur hópur rúmlega 200 stúdenta. Ég flutti ræðu fyrir hönd Hollvinafélags Menntaskólans. Félagið gaf skólanum netþjón og staðarnet, auk fleiri gjafa. Mér sýnist að við höfum gefið alls um 6 milljónir króna í ár í ýmis verkefni.“

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: