- Advertisement -

Hættuleg skattagleði ríkisstjónarinnar

Stjórnarþingmaður ósáttur með hækkandi skatta og segir ríkisvaldið líta á lægri skatta sem tapaðar tekjur.

Ríkisstjórn Vinsri grænna og Sjálfstæðisflokksins hefur stigið stórt skref til skattahækkanna. Hækka á kolefniskatta verulega sem og útvarpsgjaldið. Tryggingagjald verður hins vegar lækkað og í undirbúningi er að lækka veiðigjöldin hressilega.

Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti skattahækkanna á almenning. Meðal þeirra er Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki. Í vikulegri langri grein í Mogganum kemur hann aðeins inna á þetta og hvaða afleiðingar skattagleðin getur haft.

„Hækk­un skatta á ein­stak­linga skerðir einnig sam­keppn­is­stöðu Íslands, ekki síst gagn­vart þeim sem hafa alþjóðlega mennt­un; heil­brigðis­starfs­fólki, verk­fræðing­um, iðnaðarmönn­um og þannig má lengi telja. Það er ekki eft­ir­sókn­ar­vert fyr­ir vel menntaða sér­fræðilækna að flytja heim til Íslands í óvin­veitt skattaum­hverfi. Ekki frek­ar en fyr­ir hjúkr­un­ar­fræðinga sem eru eft­ir­sótt­ir um all­an heim. Öflugt heil­brigðis­kerfi verður ekki byggt upp án þess­ara starfs­stétta. Fjár­fest­ing í innviðum krefst verk­fræðinga, tækni- og iðnaðarmanna. Vinnu­afl er orðið óháð landa­mær­um,“ skrifar þingmaðurinn Óli Björn.+

Hann segist allt vilja gera til að draga úr skattagleðinni.

„Því miður er skiln­ing­ur á nauðsyn þess að gæta hóf­semd­ar í álög­um á fyr­ir­tæki og ein­stak­linga tak­markaður. Við sem vilj­um koma bönd­um á skattagleði hins op­in­bera erum sakaðir um „getu­leysi“ til að afla tekna. Hinir skattaglöðu setj­ast niður og reikna „nettó­eft­ir­gjöf tekna“ vegna þess að skatt­ar eru ekki háir og þeir vilja og brigsla öðrum um að „af­sala“ rík­is­sjóði tekj­um með því að hækka ekki skatta eða aðrar álög­ur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: