- Advertisement -

Hafnaverkamenn með milljónir

SAMFÉLAG „Það er falleg framtíðarsýn fyrir þá einstaklinga sem alla jafna vinna þessi störf, þegar kjörin verða komin á sama stað, og verið er að greiða nú fyrir útskipun í Straumsvík. Í síðasta tekjublaði Frjálsar verslunar  var Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi með 6.349.000 krónur á mánuði. Samstarfsmaður hennar á bryggjunni Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis var með 2.181.000 kr. á mánuði,“ þannig skrifar Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna á heimasíðu félagsins, vm.is.

Hann segir í upphafi greinar sinnar: „Einn af hornsteinum kjarabaráttu á Íslandi hefur verið krafan um að greidd séu sömu laun fyrir sömu vinnu. Þess vegna urðu mikil umskipti, nú í vikunni, fyrir starfsfólk sem vinnur við lestun og losun skipa. Nú starfar við útskipun í Straumsvík nýtt löndunargengi. Það setur öll viðmiðið í nýjar hæðir og mun væntanlega setja álversdeiluna í Straumsvík í enn harðari hnút.“

Á Range Rover eða Land Cruiser

RR GÞR„Hún er falleg framtíðarsýn launafólksins í Straumsvík að fara á þessi nýju kjör. Þá mæta fleiri en þær á dýrustu útgáfu af Range Rover og Land Cruiser til vinnu. Svo er að sjá að ekki fylgi mikið álag forstjórastörfum í álverinu og Lýsi, þrátt fyrir milljónamánaðarlaun, þegar þær hafa tíma, næstu mánuðina, til að afgreiða skip í Straumsvík.
Ég velti  fyrir mér hver sé sjálfsvirðing þess fólks sem nú starfar við útskipun í álveri auðhringsins Rio Tinto Alcan. Fólkið gengur lengra og lengra í að brjóta niður þau gildi sem hafa verið þróuð á íslenskum vinnumarkaði í áratugi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Formaðurinn fordæmir

„Verður hægt að bera virðingu fyrir svona einstaklingum sem leggja sig svo lágt að ganga blint í að þóknast erlendum auðhring og brjóta niður íslensk gildi. Einhvertíma og einhversstaðar hefði fólk verið kallað leiguþý og jafnvel landráðamenn fyrir að vinna gegn hagsmunum eigin samfélags. Eins og gert er nú í Straumsvík. Ég fordæmi athæfi þessara einstaklinga og veit að þetta mun verða þeim til ævarandi skammar.“

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: