- Advertisement -

Hagfræðingur á handbremsu Katrínar

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Gylfi Zoega hagfræðingurinn, sem Katrín forætisráðherra hefur kvatt til að aðstoða sig við að halda launum niðri segir stöðu þjóðarbúsins mjög góða og kaupmátt meiri en 2007.

Samkvæmt því ætti að vera auðveldara að hækka laun þeirra lægst launuðu og aldraðra en áður. 2015 samdi Efling um 40 % launahækkun á 3 árum; 14,5% hækkun við undirskrift samninga í mai 2015. Sigmundur Davíð var þá forsætisráðherra.

Nú þegar Vinstri grænir eru komnir í stjórnina með íhaldinu og Katrín orðin forsætisráðherra er talað um 4% hækkun kaups láglaunafólks. Formaður VG er komnn í það hlutverk að hjálpa íhaldinu að halda laununum (og lífeyri) niðri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Strax þegar stjórnarsáttmálinn birtust sást hvert stefndi. Ljóst var þá, að Katrín hafði látið Bjarna beygja sig. Í stjórnarsáttmálanum sagði, að launahækkaniir hefðu orðið miklar undanfarin ár og þær dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins, einkum útflutningsins. Styrkja þyrftu samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sagði þegar hann sá þetta orðalag, að það hefði verið líkast því sem þetta hefði verið samið í Viðskiptaráði. Ég sá strax hvert stefndi með þessu orðalagi: Það átti að halda launum (og lífeyri) niðri. Það var verkið sem VG hafði tekið að ser fyrir íhaldið. Og að því vinnur Katrín baki brotnu í dag.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: