- Advertisement -

HANN TALAÐI OG TALAÐI OG TALAÐI….

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Árni Gunnarsson skrifar: Í dag fór fram útför George H.W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta. Við athöfnina töluðu margir vinir hans og félagar og meðal þeirra var Brian Mulroney, fyrrum forsætisráðherra Kanada. Hann sagði nokkrar gamansögur af samskiptum þeirra, sem vöktu kátínu og hlátur kirkjugesta. – Mulnorey kvaðst eitt sinn hafa verið með Bush á fundi æðstu manna aðildarríkja NATO. Þar hafi fulltrúi Íslands tekið til máls og haldið óþægilega langa ræðu. „Hann talaði og talaði og talaði þar til fundarstjóri stöðvaði hann með því að tilkynna kaffihlé“, sagði Mulroney. Þegar þeir Bush spjölluðu saman eftir fundinn, barst talið að hinum málglaða Íslendingi. Þá sagði Bush: „Því minni sem samstarfslöndin eru, því meira tala fulltrúar þeirra“. Ísland kemur víða við sögu, jafnvel við útför fyrrum Bandaríkjaforseta.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: