- Advertisement -

Harðnandi átök um yfirráð DV

Fjölmiðlar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir aðspurður að barist sé um yfirráðin yfir DV. Hann fær ekki skilið hvernig Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður félagsins, nær að eignast aukinn hlut í DV ehf.

Reynir segir að sér þyki vænt um starfið á DV og nýleg viðurkenning á skrifum þeirra um Lekamálið sé vottur um að þeir séu á réttri leið, að hans mati. Hann segist vilja halda áfram á þeirri braut, en takist fólki með önnur sjónarmið og aðrar áherlsur að ná yfirráðum yfir blaðinu stigi hann til hliðar og sættist á að hans tími sé liðinn.

Reynir er ófús til að ræða einstaka þætti, en segir samt að rekstur félagsins hafi breyst mjög til batnaðar að undanförnu og hann sé því viss um að framtíð sé fyrir rekstri blaðsins.

Öruggt er að það styttist í uppgjör milli fylkinga. Lilja Skaftadóttir, sem nýverið seld sinn hlut til Þorsteins Guðnasonar hefur sagt, einsog Miðjan hefur greint frá: „…og að með nýrri stjórn og yfirstjórnendum verði haldið áfram á sömu braut,“ segir meðal annars í tilkynningu Lilju Skaftadóttur, sem lengi vel átti drjúgan hluta í DV, en hefur nú selt hlut sinn.

„Að baki ákvörðunar minnar er persónulegur harmleikur sem er blaðinu með öllu óviðkomandi. Ég óska þeim sem keyptu minn hlut alls hins besta og vil trúa því að þeirra markmið sé að halda áfram að reka óháðan og gagnrýninn fjölmiðil og að með nýrri stjórn og yfirstjórnendum verði haldið áfram á sömu braut. Ég vil trúa því að samfélagið í heild eigi eftir að njóta góðs af og styðja blaðið áfram,“ segir Lilja ennfremur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: