- Advertisement -

Hefur ekki gengið glimrandi

Svo sagði ferðamálaráðherra um tilraunir til gjaldtöku í ferðaþjónustu. Sjálfsstæðirflokkur farið með málið í fimm ár án þess að takast að ljúka því.

Ferðafólk á Austurvelli.

Þorsteinn Víglundsson minnti á á Alþingi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið með ferðamál í ríkisstjórnum í fimm ár samfellt. Allan þann tíma hafi verið talað um að setja á gjaldtöku í ferðaþjónustu, án þess að það hafi tekist.

„…ætla ég ekki að standa hér og segja að það hafi gengið glimrandi að setja endapunkt við það mál,“ sagði ferðamálaráðherrann Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Hún sagði reynt hafi verið að koma á gjöldum, „… og auðvitað hafa ýmsar leiðir og tillögur komið hingað inn. Þingið hefur heldur ekki getað klárað þau verkefni þegar þau hafa ratað hingað inn.“

 Með málaflokkinn í fimm ár

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hins vegar hefur það verið svo að málefni ferðaþjónustunnar hafa verið á borði ráðherra Sjálfstæðisflokksins undanfarin fimm ár án þess að tekist hafi að ná þar niðurstöðu. Raunar hefur farið svo að hver sú hugmynd sem komið hefur fram, hvort sem hún heitir náttúrupassi, komugjöld, uppfærsla ferðaþjónustunnar í efra þrep virðisaukaskatts, hefur verið skotin jafnharðan niður, af Sjálfstæðismönnum sjálfum kannski fyrst og fremst. Eru margir orðnir langeygir eftir að sjá einhverja stefnu, ja, einhverrar ríkisstjórnar í þessum málum,“ sagði Þorsteinn og ráðherra svaraði.

Ráðherra langar að klára málið

„Komugjöldin komu hér inn fyrir einhverjum árum síðan. Náttúrupassinn fór eins og hann fór. Áform voru hjá síðustu ríkisstjórn sem lögð hafa verið til hliðar. Ég get alveg sagt að mig langar mjög gjarnan að klára þetta verkefni og ég held að almenningur kalli eftir því að við klárum það. Stjórnmálin í heild sinni þurfa á því að halda og ég held að greinin sjálf þurfi líka á því að halda að settur verði punktur aftan við gjaldtökuumræðuna.“

Erum með þetta í stjórnarsáttmálanum

Þorsteinn minntist á umræðu síðustu daga og sagði að verkleysi, ríkisstjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks, hafi verið nokkuð til umræðu.

„Við erum núna með það verkefni í stjórnarsáttmálanum að kanna gjaldtökuleiðir. Þar er sérstaklega nefnt komu- og brottfarargjald. Ég er að skoða það í ráðuneytinu, ég hef sagt við greinina að það kalli á ákveðið samtal. Þetta er viðamikið mál,“ svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: