- Advertisement -

Hefur vantað að ábyrgð fylgi valdi

- hvenær telst lögbrot nógu smávægilegt til þess að þeir sem eru fundnir sekir um það fái afsökunarbeiðni uppákvittaða af sjálfu Alþingi?

„Ætla Miðflokkurinn og þeirra pólitísku samherjar virkilega að fara að standa fyrir því að óska eftir því að Alþingi biðji mann sem var fundinn sekur um mjög lítilvægan glæp en glæp engu að síður — glæpur er kannski ekki rétta orðið, afsakið, tæknimennirnir geta kannski leiðrétt mig, en alla vega lögbrot — afsökunar?“

Þetta er hluti af ræðu Smára McCarty þegar þingið tók fyrir hvort Alþingi eigi að biðja Geir H. Haarde afsökunar vegna Landsdómsmálsins. Sigmundur Davíð er fyrsti flutningsmaður.

Ef ekki Landsdómur, hvað þá?

„Ef það er tilfellið langar mig að vita hvort þessi hópur hyggist biðja fleiri seka menn afsökunar og þá á hverju og á hvaða forsendum. Hvar eru línurnar dregnar? Hvenær telst lögbrot nógu smávægilegt til þess að þeir sem eru fundnir sekir um það fái afsökunarbeiðni uppákvittaða af sjálfu Alþingi? Jafnvel mætti spyrja: Ef ekki á að nota það úrræði sem Landsdómur er þegar svona tilfelli koma upp og þegar slíkur grunur vaknar hvaða varnagla á þá að slá gagnvart misnotkun valds eða öðrum brotum á ráðherraábyrgð? Kannski ekki neina?“

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Ef ekki á að nota það úrræði sem Landsdómur er þegar svona tilfelli koma upp og þegar slíkur grunur vaknar hvaða varnagla á þá að slá gagnvart misnotkun valds eða öðrum brotum á ráðherraábyrgð? Kannski ekki neina?“ Ljósmynd: ruv.is

Ráðherrar og skattaundanskot

Smári McCarty sagði fleira: „Það hefur þvert á móti lengi vantað að ábyrgð fylgi valdi á Íslandi, að þingmenn sem verða uppvísir að því að misnota vald sitt eða hagnast persónulega á því að misnota reglur, axli ábyrg á því; að ráðherrar sem verða uppvísir að skattundanskotum eða annars konar lögbrotum segi af sér og sæti jafnvel eðlilegri rannsókn. Ég segi þetta ekki út af persónulegum kala gagnvart einum eða neinum hér eða annars staðar, heldur segi ég þetta þvert á móti vegna þess að mér finnst algjört grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að hegðun og atferli kjörinna fulltrúa sé hafið yfir allan vafa. Þegar vafi kemur upp og til ákæru kemur verða menn einfaldlega dæmdir eða ekki eða þeir verða einfaldlega dæmdir sekir eða saklausir.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: