- Advertisement -

Heimavellir barma sér í Mogganum

Vegna umræðunnar um fantaskap leigufélaga sá Moggginn þann kost vænstan að leyfa forstjóra Heimavalla að kvarta undan umræðunni á síðum blaðsins. Ekki er rætt við leigjendur. Fórnarlömbin.

Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla, segir í Mogganum: „Þessi umræða hefur örugglega ekki verið okkur til góðs. En við höfum reynt að vanda okkur eins og við getum í okkar störfum.“

Guðbrandi þykir greinilega nokkuð til eigin verka koma, hann segir: „Ég held líka að það sé mjög til bóta fyrir umræðuna að sjá reglulegan rekstur á svona leigufélögum. Það er langt í frá að það sé sjálfgefið að það sé hægt að gera þetta.“

Hvað ætli sé átt við með reglulegum rekstri? Ótal sögur eru um miskunarlausa framgöngu leigufélaganna og í kosningabaráttunni hefur komið skýrt fram að félögin eru jafnvel mesti örlagavaldur í lífi fátækra. Leigufélögin hafa þannig komið fátækum í vonlausa stöðu: „Það er langt í frá að það sé sjálfgefið að það sé hægt að gera þetta,“ segir forstjórinn, en gera hvað? Okra, sýna enga miskunn, eða hvað á forstjórinn við?

Guðbrandur, forstjóri Heimvalla, finnur ástæðu eigins okurs: „Við erum að vinna á vaxtastigi sem er í rúmum fjórum prósentum. Nágrannalöndin eru í tæplega prósenti.“

Þetta er rétt með vextina, en leiga hefur hækkað ört að undanförnu, en vextir ekki.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: