- Advertisement -

Heimavellir, okur eða óstjórn?

Er ódýrt að leigja 2ja herbergja íbúð á 212 þúsund á mánuði. Dýrt segja flestir. Þrátt fyrir verðið tapa Heimavellir peningum.

„Heimavellir greindu frá því í síðustu viku að íbúðaleigufélagið hefði tapað 235 milljónum króna á öðrum fjórðungi ársins,“ þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins í dag. Margar sögur og margar fréttir hafa verið um hversu há leiga er hjá Heimavöllum og hversu óbilgjörn framkoma félagsins getur verið við leigjendurna.

Markaðurinn gerir tilraun til að hnekkja á Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem hefur deilt á stjórnendur Heimavalla.

„Þetta sama félag hefur margítrekað verið sakað um að stunda okurleigu en sem dæmi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, forstjóri VR, fyrr í sumar að hækkanir leigufélagsins lýstu „bara taumlausri græðgi“.“ (Takið eftir að Markaðurinn titlar Ragnar Þór sem forstjóra VR ekki sem formann).

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Lýsing Ragnars og kollega hans kemur ekki heim og saman við þann viðvarandi taprekstur sem hefur verið af leigustarfsemi Heimavalla undanfarið. Raunar er arðsemin af leigunni það dræm að fjárfestar verðmeta Heimavelli langt undir bókfærðu virði þess. Markaðsvirðið er meira en fimm milljörðum króna hærra en eigið fé félagsins,“ segir Markaðurinn.

Þá er spurt, okra Heimavellir? Og ef svo er og Ragnar Þór hefur rétt fyrir sér, er þá hugsanlegt að þrátt fyrir okrið sé félagið einfaldlega illa rekið?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: