- Advertisement -

„Helvítis hinir, allt þeim að kenna“

Hvernig sem á þetta er litið þá vann hægrið í Svíþjóð. Vinstrið náði ekki að endurnýja sig og skíttapaði, bæði fylgi og allri forystu í umræðunni.

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifar: Er staðan í Svíþjóð ekki sú að hægri blokkin hefur allt í hendi sér. Getur myndað létt-fasíska minnihlutastjórn með Svíþjóðardemókrötum eða hótað því og fengið þægilegan díl í breiðri stjórn með sósíaldemókrötum.

Hvernig sem á þetta er litið þá vann hægrið í Svíþjóð. Vinstrið náði ekki að endurnýja sig og skíttapaði, bæði fylgi og allri forystu í umræðunni. Vinstriflokkurinn er of mikið Vg til að stjórna umræðunni, græningjar og kvennalistinn of mikil fyrir-hruns-stjórnmál og sósíaldemókratar of deyjandi stofnun. Saman ná þessir flokkar rétt yfir 40% samanlagt, sem fyrir fáum árum hefði þótt afleit útkoma fyrir sósíaldemókrata eina.

Vinstrið í Skandinavíu vill frekar gefa fasistum samfélögin en að breytast. Þetta er eins og að horfa alkóhólista drekka sig í hel, því ömurlegra sem líf hans verður og því verr sem hann lítur út því ákveðnari er hann að halda áfram að drekka og engu breyta. Helvítis hinir, allt þeim að kenna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: