- Advertisement -

Hernámssetið fær eina og hálfa milljón

„Það var stór dagur á miðvikudaginn og nú eru spennandi tímar fram undan hjá Hernámssetrinu,“ segir Guðjón Sigmundsson í Hernámssetrinu að Hlöðum í Hvalfirði.

„Í gær fengum við styrk úr Uppbyggingasjóði SSV að upphæð 1.500.000 kr. sem verður nýttur í markaðsstarf okkar. Við erum þakklát fyrir þetta framlag og lítum á það sem ákveðna viðurkenningu á því starfi og þjónustu sem hefur verið byggð upp á Hlöðum til minningar um hernámsárin í Hvalfirði. Við blasa augljós og vannýtt tækifæri í markaðsstarfi og mun styrkurinn nýtast til að setja kraft í það starf,“ segir Guðjón.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: