- Advertisement -

Herra forseti, þetta er hræsni

Vopn voru flutt til Sádi-Arabíu með leyfi stjórnvalda og þaðan hugsanlega til Jemen og Sýrlands. Þá væntanlega notuð til eyðileggingar og drápa á saklausu fólki.

„Nú hafa verið afhjúpaðir umfangsmiklir vopnaflutningar til Sádi-Arabíu með leyfi stjórnvalda og þaðan hugsanlega til Jemen og Sýrlands,“ sagi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi fyrir skömmu, Hann hélt áfram: „Þetta er sérstaklega alvarlegt mál, ekki síst í ljósi þess að meðal þess sem Ísland getur þó lagt af mörkum til friðarmála í heimum er mannúðar-, friðar- og hjálparstarf og að ganga undan með góðu fordæmi. Hér er því ekki um að ræða mál sem er eingöngu lagalegs eðlis, heldur stjórnmálalegs og siðferðilegs.“

Hann sagði stjórnvöld hafa ríka rannsóknarskyldu þegar kemur að því að upplýsa svona mál og taka saman lista yfir slíka flutninga. „Á fundi utanríkismálanefndar í morgun kom fram að a.m.k. tvisvar hafa slíkir flutningar átt sér stað á síðustu þremur mánuðum í tíð núverandi ríkisstjórnar.“

Síðan vitnaði hann til orða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í tíufréttum Rúv í gærkvöld:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þannig að það liggur fyrir að þetta flugfélag sem um ræðir hefur núna sótt um nýja undanþágu. Utanríkisráðuneytið hefur í dag veitt neikvæða umsögn um þá undanþágu í ljósi þessarar stöðu.“

„Það þýðir á mannamáli, herra forseti,“ sagði Logi, „…að ákveðið var að stoppa þetta mál vegna þess að það komst upp um þau í fjölmiðlum, ekki vegna þess að átt hafi sér stað einhvers konar siðferðileg vitrun við ríkisstjórnarborðið.“

Svo sagði Logi:

„Málið er í hnotskurn eftirfarandi:

Vopn voru flutt til Sádi-Arabíu með leyfi stjórnvalda og þaðan hugsanlega til Jemen og Sýrlands. Þá væntanlega notuð til eyðileggingar og drápa á saklausu fólki. Þau heppnu hafa mörg flúið og leitað skjóls í öðrum löndum. Og í nafni mannúðar höfum við Íslendingar tekið við nokkrum þeirra en hafnað öðrum þar sem við treystum okkur ekki til að gera betur.

Herra forseti, þetta er hræsni, líklega þvert á alþjóðasamkomulag. Við verðum að fá allar upplýsingar upp á borðið.“

-sme

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: