- Advertisement -

Hollur LASSI drykkur

LASSI drykkur er frábær hvort sem er á morgnana eða á kvöldin.

Indverjar eru duglegir að drekka Lassi með matnum sínum, dregur úr sterku kryddbragði sem virðist einkenna indverska matargerð.

Freyðandi banana mangó lassi

Hráefni:

• 1 bolli hreint lífrænt jógúrt
• ¼ bolli vatn
• 1 banani (frosin)
• 1 þroskuð mangó
• ½ tsk kardimommukrydd
• Ísmolar eftir smekk
• Hafrar (ef þú vilt hafa drykkinn þykkan)
• Kanill til að toppa þetta

Þú gætir haft áhuga á þessum
Aðferð:

Setjið jógúrt í skál og hrærið vel upp í því, eða þar til að það verður „fluffý“   Setjið saman í blandarann, banana, mangó, kardimommur og ísmolana.  Blandið saman þar til að það er orðið mjúkt og fínt. Bætið svo jógúrtinu og blandið þar til að þú færð drykkinn í þeirri þykkt sem þér þykir best.  Þú getur sett matskeið af höfrum ef þú vilt meiri þykkt í drykkinn. Skreytt með kanill og jafnvel með muldum hnetum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: