- Advertisement -

Hörður Ægisson, sem er tilfinningaríkur

Það er þessi umpólun umræðunnar sem Fréttablaðið þolir ekki. Það vill láta sem nýfrjálshyggjan sé enn sá samfélagssáttmáli sem öll umræða byggir á.

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Síðastliðna sjö daga hefur fjórum leiðurum Fréttablaðsins verið beint að hreyfingu launafólks og kröfum hennar um að vinnulaun dugi fyrir framfærslu. Ritstjórn Fréttablaðsins virðust vera bönker, þar bregst fólk við slæmum viðtökum við boðskap sínum með því að herðast enn í afstöðu sinni, eftir heit samtöl sín á milli. Ég legg til að ritstjórnin opni gluggann og hleypi nýjum hugmyndum inn. Kíki jafnvel út, taki upp símann og hringi í fólk sem býr þarna úti. Þau sem skrifa leiðara hafa talað í sig svo mikinn hita að grey Hörður Ægisson, sem er tilfinningaríkur verjandi nýfrjálshyggjunnar, er eiginlega búinn á því. Honum finnst allt ónýtt, skaðinn skeður, bara fyrir það að láglaunafólkið fékk að bera fram ósk sína; um að fá fyrir mat út mánuðinn.

Það sem hefur hrunið fyrir Herði er reglan sem áður gilti. Hún var sú að eigendur fyrirtækja kröfðust þess að fyrst yrði rætt um stöðugleika, þá verðbólgu, svo gengi og loks hjól atvinnulífsins. Ef þetta var allt öruggt og tryggt og enginn sem óttaðist neitt; þá mátti taka upp umræðu um hvort launafólk ætti fyrir mat. Nú segir verkalýðshreyfingin: Tryggjum fyrst að laun dugi fyrir framfærslu (sem er gömul krafa þræla, að þrælarnir geti viðhaldið sér). Þegar við höfum fallist á þær grunnforsendum skulum við skoða hvað þarf að gera til að tryggja að hjólin snúist, að verðbólga sé skapleg og gengið skemmi ekki of mikið fyrir.

Það er þessi umpólun umræðunnar sem Fréttablaðið þolir ekki. Það vill láta sem nýfrjálshyggjan sé enn sá samfélagssáttmáli sem öll umræða byggir á. Fréttablaðið vill aftur þann tíma að forysta launafólks sagði ekkert annað en það sem eigendur fyrirtækja vildu heyra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: