- Advertisement -

Hrun í gistingum á Vestfjörðum

Hrannar Pétursson, sem á sæti í stjórn Íslandsstofu, sagði í Svartfugli í kvöld að mun minna sé bókað í gistingar á hótelum og gististöðum á Vestfjörðum.

Hrannar tók sem dæmi að um þrjátíu prósent færri pantanir séu í júní í ár, miðað við júní í fyrra, í hótelinu í Breiðavík. Mest munar um að pantanir í svefnpokapláss eru engar nú, en slík gisting hefur verið nokkuð vinsæl til þessa.

Sama er að segja frá Suðureyri. Þegar færri gista á hótelum og gististöðum fækkar líka þeim sem kaupa mat og því getur samdrátturinn verið mikill og komið illa við þau fyrirtæki sem hafa byggt upp þjónustuna.

Ekki er vitað hvað veldur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: