- Advertisement -

Hvað gerir Alþingi í dag?

- þingmenn, ekki bíða eftir því hvað ráðherrar og flokksforingjar gera heldur láta sannfæringuna ráða.

Mælt verður fyrir frumvarpi, um afnám krónu á móti skerðingarinnar, á Alþingi eftir skamma stund. Eflaust verður fyllst vel með hvaða þingmenn taka til máls og hvað þeir segja.

Ekki mun koma á óvart ef stjórnarþingmenn, einkum úr röðum Vg, haldi sig til hlés.

Björgvin Guðmundsson skrifaði um þetta fyrr í dag:

Alþingi kemur saman í dag. Ég beini því til alþingismanna, að þeir hugleiði vanda lægst launuðu aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum og engar aðrar tekjur,engan lífeyrissjóð.

Þessi hópur á erfitt með að framfleyta sér. Lífeyrir TR dugar ekki til framfærslu. Giftur eldri borgari eða öryrki hefur 204 þúsund eftir skatt en einhleypur hefur 239 þús. kr. á mánuði eftir skatt.

Engin leið er að lifa af þessu. Þess vegna skora ég á alþingismenn að taka þessi mál í sínar hendur; ekki bíða eftir því hvað ráðherrar og flokksforingjar gera heldur láta sannfæringuna ráða. Það þarf strax að flytja frumvarp um hækkun lífeyris þessa hóps. Annað er ekki boðlegt. Ekki að bíða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: