- Advertisement -

Hvað nú Seðlabanki Íslands?

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Umræðan Í kynningu á nýrri skýrslu Alþjóðabankans, sagði einn höfunda hennar, að fjármálamarkaðir væru nú á svipuðum slóðum og fyrir hrunið mikla 1929. Í skýrslunni segir m.a., að eftir vöxt á heimsvísu umfram áætlanir, þá séu fjármálamarkaðir mjög viðkvæmir gagnvart ófyrirséðum neikvæðum fréttum. Markaðirnir hafi verið andvaralausir gagnvart hugsanlegri og skyndilegri hækkun raunvaxta. – Bankinn segir flestar þjóðir Vesturlanda hafi „keyrt áfram á fullri ferð“ vegna mikillar framkvæmdaþenslu. Markaðir séu nú viðkvæmari en ella gagnvart aukinni verðbólgu, sem muni kalla á snöggar aðgerðir seðlabanka þjóðanna.
Áhorfendur íslensku peningaleikanna hafa velt því fyrir sér, hvort gríðarlegar fjárfestingar í hótelbyggingum, svo dæmi sé tekið, geti ekki orðið bönkum og lífeyrissjóðum óþægur ljár í þúfu, ef dregur úr straumi ferðmanna til landsins. Sama um aðrar fjárfestingar fyrirtækja og einstaklinga. – Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Seðlabankans á næstunni.- Almenningi hefur verið talin trú um, að aldrei hafi efnahagsástand þjóðarinnar verið betra en nú og að hættan á hruni eins og 2008 sé ekki fyrir hendi. Við vonum auðvitað að þau orð eigi við rök að styðjast.

Árni Gunnarsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: