- Advertisement -

Hvaða endemis rugl er þetta?

Viðhorf „Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að von sé á enn einni pólitískri skipun í sendiherrastarf. Sú sendiherrastaða mun koma í hlut Samfylkingarinnar, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur forysta Samfylkingarinnar enn ekki gert tillögu um neinn sérstakan kandídat í stöðuna við utanríkisráðherra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að slíkt hefði ekki verið rætt í forystu flokksins og hann vissi ekki til að málið yrði á dagskrá á næstunni.“

Þetta er hluti fréttaskýringar í Morgunblaði dagsins. Ef satt er, þá er þetta utan skilnings flestra. Til hvers er utanríkisþjónustan? Hvaða endemis rugl er þetta eiginlega? Ef þetta gengur eftir beinast spjórin að Össuri. Er það ekki?

Best að taka fram að ég er viss um að bæði Geir H. Haarde og Árni Þór Sigurðsson eru hinir bestu menn. Ég hef þekkt Geir lengi, í áratugi, og kann vel við hann og vil honum allt hið besta. Ég hef þekkt til Árna Þórs í nokkur ár. Hann er greinilega fínn maður. En þetta mál snýst alls ekki um þá. Málið er afskaplega vont. Það er hreint ótrúlegta að snúið hafi verið aftir til þess að stjórnmálaflokkar fái sendiherrastöður til útdeilingar.

Í Morgunblaðinu segir: „Stjórnmálamaður hefur ekki verið skipaður í starf sendiherra undanfarin sex ár.“ Einmitt. Svona fyrirkomulag á að vera að baki. „Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Árni Þór um langa hríð lýst áhuga á því að verða sendiherra fyrir Íslands hönd. Um það ber þingmönnum úr ólíkum flokkum saman,“ segir í fréttaskýringunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Utanríkisráðherra hringdi í mig og sagði að hann hygðist skipa Árna Þór sem sendiherra. Ég samþykkti það. Önnur voru afskipti mín af málinu ekki, enda lít ég ekki á það sem hlutverk mitt, að skipa eða taka þátt í vali á sendiherrum fyrir Íslands hönd,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Morgunblaðið í gær.

Þetta er meira mixið. Er það Seðlabankinn næst? Og svo koll af kolli? Nei, takk. Ekki byrja aftur á þessu.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: