- Advertisement -

Hvalur hf. tapar í Hæstarétti

Vilhjálmur Birgisson.
„Þetta er í raun langstærsta mál sem Verkalýðsfélag Akraness hefur farið með fyrir dómstóla.“

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Vesturlands. Hvalur var dæmdur í Héraðsdómi til að greiða starfsmanni, sem starfaði hjá fyrirtækinu vertíðian 2013, vegna brota á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi rétt rúmar 455 þúsund krónum.

Það var ekki bara að Hæstiréttur hafi staðfest dóm Héraðsdóms heldur tók hann einnig tillit til annarrar kröfu sem laut að svokölluðum vikulegum frídeigi og námu því vangöldin laun starfsmannsins 512.947 kr. en einnig var Hval hf. gert að greiða starfsmanninum dráttarvexti frá 19. janúar 2016.

„Þetta er í raun langstærsta mál sem Verkalýðsfélag Akraness hefur farið með fyrir dómstóla en það endurspeglast af því að fordæmisgildi dómsins getur verið gríðarlegt og jafnvel náð til allt að 200 starfsmanna sem hafa starfað á hvalvertíðum á árunum 2009, 2010, 2013 og 2015. Má því áætla ef fordæmisgildið haldi alla leið fyrir þá sem hafa starfað á þessum vertíðum að heildarupphæð sem Hvalur hf. þyrfti að greiða starfsmönum næmi á þriðja hundrað milljónir,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Sjá frétt á vefsíðu Verkalýðsfélags Akraness.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: