- Advertisement -

Hvalur vill reka fólk úr Hvalfirði

Alma Jenny Guðmundsdóttir var, ásamt fleira fólki, á ferð í Hvalfirði, við Olíustöðina. Hún skrifar:

„Ég var rekin í burtu frá byggðkjarna við Olíustöðina í Hvalfirði i gær. Gestir ekki velkomnir þar á svæðið vegna truflunar á starfsemi Hvals ehf. Sá fólk þar inni í gamla olíuskálanum og ætlaði þar inn með gesti mína í kaffi. Okkur var sagt að þetta væri einungis Matstofa fyrir starfsmenn Hvals ehf.

Það var ekkert mál, en við ákváðum að skoða byggðina og gilin upp af henni. Búið er að endurnýja alla braggana og þetta er svona öðruvísi. Vorum rétt lögð af stað þegar starfsmaður Hvals, kona sem einungis talaði ensku, sagði okkur að við mættum ekki ganga um göturnar þarna, þar sem fólk svæfi í húsunum – kl. var 18 – það ynni allt á vöktum og þyrfti svefnfrið. Ég leyfði henni að klára sitt mál. Sagði henni svo rólega að enginn gæti bannað umferð gangandi og nokkuð þöguls fólks, hvorki hún né Kristján Loftsson, þannig væru lögin okkar hér í landi. Hún ætlaði ekki að gefa sig og ég sagði henni að ég myndi ganga þarna um göturnar, enda værum við vön því frá upphafi að vinna á vöktum, vinna í törnum, fara á sjóinn þegar gæfi. Það hefði aldrei komið í veg fyrir að þorparar, mættu ekki ganga um götur því einhver sem væri í vinnutörn væri sofandi. Fleiri komu út úr þessi húsi og gáfu okkur illt auga. Kristján Loftsson tekur land í óleyfi.“

 


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: