- Advertisement -

Hvar endar Skagafjörður?

- skipulagðar ferðir enda flestar við Glaumbæ. Sauðkræklingar vilja fleiri ferðamenn.

Morgunverður í bakaríinu. Þessi kostar 1.385 krónur.

„Halda mætti að Skagafjörður endi við Glaumbæ,“ sagði kona sem starfar við ferðaþjónustu á Sauðárkróki.

Fleira tala á sama veg. Heimamenn segja flestar rútur, það eru skipulagðar ferðir með erlent ferðafólk, fara aðeins að Glaumbæ. Komi aldrei, til dæmis, til Sauðárkróks. Sem er ekki nógi gott, að þeirra mati og þeirra vonum. Það er margt að sjá í Skagafirði. Nóg er að tala um sjávarsýnina,m Drangey, Málmey og Þórðarhöfða.

Heimamenn sjá því ótal tækifæri fara framhjá þeim. Eigi að síður fer ekki á milli mála að Sauðárkrókur er vinsæll ferðamannastaður. Margir ferðamenn eru í bænum og þar hafa orðið til nokkur veitingahús. „Það eru þeir sem ferðast á eigin vegum, Íslendingar og erlendir ferðamenn á bílaleigubílum,“ sagði viðmælandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðalgata bæjarins er á stundum einsog á Sauðárkróki búi mun fleiri en raun er á. Ferðafólkið hefur áhrif. Það sýna til að mynda tilurð veitingastaðanna.

Sauðárkróksbakarí er sennilega fremst þeirra. Gómsæt lykt frá morgni til kvölds. Sem dæmi er hér mynd af morgunverði sem keyptur var þar. Sanngjarnt verð og fínn matur.

Rúnstykki, smurt með osti og sultu, kostar 565 krónur og morgunverður einsog sést á myndinni, hér að ofan kostar 1.385 krónur.

Þó verður að geta þess að kaffið kláraðist og gestir urðu að bíða of lengi eftir að fá kaffi. Annars var allt mjög gott.

Kaffi Krókur er í afarfallegu viðgerðu gömlu húsi. Húsið er mun betra en maturinn, sem er ekki nógu góður og hægt er að gera betur.

Gistihúsaeigandi í Skagafirði sagði færri bókanir í ár en í fyrra. Kenndi um að ferðafólk dvelji færri daga á Íslandi nú en síðustu ár.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: