- Advertisement -

Hvar eru skýrslurnar?

Þær eru margskonar fyrirspurnirnar sem þingmenn leggja fram. Ný fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni er stutt en um leið merkileg. Hann spyr Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, þessarar spurninga:

„Hefur Útlendingastofnun gefið út ársskýrslur frá árinu 2014? Ef svo er, hvar er þær að finna? Ef svo er ekki, hver er ástæðan?“

Ganga má út frá því að Helgi Hrafn hafi leitað að skýrslunum, en ekki fundið. Er hugsanlegt að Útlendingastofnun hafi hætt að taka saman skýrslur um eigið starf árið 2014 og það hafi verið látið viðgangast?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: