- Advertisement -

Hver ákvað hvað við Nauthólsvíkurbraggann?

„Hverjir höfðu umsjón með endurbyggingu braggans í Nauthólsvík? Var verkefnið boðið út að hluta til eða öllu leyti? Hvaða verktakar unnu verkið? Samþykkti borgarstjóri reikningana áður en greitt var? Óskað er eftir að fá afrit af samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við Háskólann í Reykjavík um endurbyggingu braggans í Nauthólsvík.“

Þannig spyr Kolbrún Baldursdóttir. Og áfram:

„Óskað er eftir að fá afrit af öllum samþykktum þeirra ábyrgðaraðila innan borgarkerfisins sem samþykktu útgjaldaliði af hálfu borgarinnar umfram kostnaðaráætlun. Óskað er eftir að lagðar séu fram hönnunarfundargerðir og verkfundargerðir. Hverjar voru hönnunarforsendur fyrir endurbyggingu braggans í Nauthólsvík? Hverjar voru forsendurnar að vali ráðgjafa, voru þeir valdir vegna sérþekkingar sinnar á endurbyggingu bragga af þessu tagi eða vegna sérþekkingar þeirra á eldri húsum almennt? Á hvaða grundvelli var samið við þessa ráðgjafa? Hver ber ábyrgð á þessari framúrkeyrslu? Fyrir hönd verkkaupa og skattgreiðenda. Hver breytti forsendum þannig að kostnaðaráætlunin fór svona úr böndum? Hver hafði yfirsýn yfir framvinduna? Hver gaf leyfi til að haldið yrði áfram þegar ljóst var að áætlunin stóðst ekki? Er sama fastanúmer á öllum þremur húsum?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: