- Advertisement -

Hver fékk peningana?

„Ekki hef­ur verðlækk­un­in til bænda skilað sér á disk okk­ar neyt­enda. Spurn­ing­in er: Hvað varð um þessa fórn bænda? Lenti hún hjá afurðastöðvum? Eða hjá kaup­mönn­um? Svar óskast.“

Þannig skrifar þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki í Mogganum í dag.

„Eins og flest­um mun kunn­ugt lækkuðu afurðastöðvar verð til sauðfjár­bænda um allt að 29% síðasta haust. Sú lækk­un kom í kjöl­far 10% lækk­un­ar árið áður. Hrædd­ur er ég um að það færi um al­menna launþega ef þeir yrðu fyr­ir viðlíka kaup­lækk­un­um fyr­ir­vara­laust og án viðvör­un­ar.“

Þorsteinn segir að lækkanirnar til sauðfjár­bænda hafi verið sagðar nauðsyn­leg­ar vegna erfiðrar birgðastöðu auk versn­andi af­komu afurðastöðvanna. „Maður hefði haldið að í kjölfar lækk­an­anna og vegna birgðastöðunn­ar hefði verið gripið til sér­stakra ráðstaf­ana í markaðsmá­l­um. Sú er ekki raun­in. Menn hafa að vísu sótt til Kína og víðar og er það góðra gjalda vert. En á besta markaðnum fyr­ir sauðfjár­af­urðir, inn­an­lands­markaðnum ból­ar ekki á neinu. Eng­ar verðlækk­an­ir, eng­in sölu­átök, eng­ar upp­skrifta­sam­keppn­ir. Fáar nýj­ung­ar í skurði og fram­setn­ingu nema þær sem Costco inn­leiddi. Ekki hafa menn held­ur ráðist í sölu­átök í stór­eld­hús­um og mötu­neyt­um. Á mat­seðlum þeirra mötu­neyta sem ég þekki gerst til, mötu­neyt­um stjórn­ar­ráðs og Alþing­is, er lamba­kjöt t.d. mjög fáséð. Ekki þekki ég hvernig hátt­ar til í skóla­eld­hús­um en þarna gætu leynst tæki­færi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Alla greinina er að finna í Mogga dagsins.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: