Hverjir vilja Sigmund Davíð?

Tekst Miðjuflokknum að laða til sín kjósendur með sinn umdeilda foringja?

Stjórnmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er alls ekki viss um að ná kjöri. Mikil óvissa er um hvað verður úr flokki hans, Miðjuflokknum. Jafnvel verður hvorki fugl né fiskur úr öllu saman. Með öllu er óvíst hvert persónulegt fylgi Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga Sveinssonar. Það veit enginn.

Nýjustu kannanir eru ekki uppörvandi fyrir Sigmund Davíð. Fjarri því. Engin stemning virðist vera fyrir framboði hans. Nái Miðjuflokkurinn sér ekki á flug allra næstu daga eru mögulegt að hann geri það bara ekki. Þetta vita þeir Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi.

Enn sem komið er hafa aðeins þeir tveir meldað sig í framboð. Þorsteinn Sæmundsson og Björn Ingi Hrafnsson er jú gengnir til liðs við flokkinn. Óvissa er um hver hagur Miðjuflokksins er af því. Þorsteinn er fyrrverandi þingmaður, þingmaður sem náði ekki endurkjöri í fyrra.

Það er ekki burðugt að þurfa að berjast við fimm prósenta línuna. Dauðalínuna. Þar er Miðjuflokkur Sigmundar Davíðs. Hvað hann getur gert til að lyfta sér og flokknum er erfitt að sjá. Hörðustu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs duga ekki til að fleyta flokknum áfram. Til þess þarf hann nýja stuðningsmenn. Fátt bendir til að hann eigi mikil sóknarfæri. Til þess er hann of umdeildur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme
Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: