- Advertisement -

„Hvernig datt okkur það í hug?“

Helgi Hrafn Gunnarsson er annað en sáttur með mannanafnanefnd. Segir lög um nefndina ekki vera barn neins tíma.

Ungri stúlku er óheimilt að heita Alex, samkvæmt úrskurði mannanafnanefndar. Helgi Hrafn Gunnarsson þignmaður Pírata tók málið til umræðu á þingi í dag.

„Þetta er sem sé úrskurður mannanafnanefndar, þeirrar umdeildu nefndar, hún er réttilega umdeild enda fráleitt fyrirbæri, sem byggir vitaskuld úrskurði sína á lögum, lögum um mannanöfn sem eru ekki úrelt að mínu mati heldur bara óskapnaður sem átti aldrei að setja í lög til að byrja með,“ sagði Helgi Hrafn.

„Þau eru ekki barn síns tíma, ekki barn neins tíma. Mér finnst það segja sína sögu um það hvernig við Íslendingar höfum í gegnum tíðina litið á yfirvald. Að við höfum aldrei áttað okkur á því að einstaklingar séu á einhvern hátt hugsanlega frjálsir til að ráða jafn einföldu atriði í sínu lífi og nafni sínu.“

Svo sagði þingmaðurinn: „Hvernig datt Íslendingum í hug að spyrja yfirvöld hvort þeir mættu heita nafni eins og Alex ef þeir eru af „röngu“ kyni? Hvernig datt okkur það í hug? Það er fráleitt, virðulegi forseti, og það sem er fráleitara er að fólki finnst það nokkurn veginn í lagi og tilgreinir hluti eins og réttindi barna, að börn hafi rétt á því að bera ekki fáránleg nöfn. Til þess eru barnaverndarlög, þeim mótmælir enginn. Til þess eru barnaverndarnefndir sem sjá um slíka hluti. Lög um mannanöfn voru ekki sett til að vernda börn heldur til að vernda hefðir, til að vernda þá kröfu ríkisins að stjórna því hvað fólk í þessu landi heitir, sem er fráleitt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: