- Advertisement -

Hýrudráttur hins opinberra

- Alþingi hefur samþykkt að ríkið hirði söluhagnað ef eldri borgara minnka við sig húsnæði.

Björgvin Guðmundsson.
„Ævisparnaður eldri borgara fær ekki að vera í friði.“

Vilji Alþingis er skýr. Alþingismenn hafa samþykkt að ef eldri borgarar minnka við sig íbúðarhúsnæði sitt og leggja peningana í banka, jafnvel einungis tímabundið, þá skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun og að auki fer hluti peninganna í skatta.

Þetta kemur fram í skrifum Björgvins Guðmundssonar viðskiptafræðings. „Ævisparnaður eldri borgara fær ekki að vera í friði,“ segir hann.

Staða þess eldra fólks sem á húsnæði er allt önnur og betri en þeirra sem leigja. Björgvin vekur athygli á að húsnæðiskostnaður hefur stórhækkað undanfarin ár. Þá bæði húsaleiga og íbúðaverð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Húsaleigubætur er vissulega greiddar, en Alþingi, þ.e. er það fólk sem það skipar, ákvað um síðustu áramót að allur lífeyrir frá Tryggingastofnun skyldi teljast með tekjum við útreikning húsaleigubóta. „Það var hrein kjaraskerðing og gleypti þá litlu hækkun lífeyris sem varð um áramót,“ skrifar Björgvin Guðmundsson.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: