- Advertisement -

Illa dulbúin skattahækkun

Stjórnmál Fjármálaráðherrann, Benedikt Jóhannesson, gat ekki dulbúið skattahækkanir þegar hann sagði að jafna ætti stöðu bensínbíla og díselbíla. Benedikt reyndi, en honum mistókst.

Davíð Oddsson hefur margsinnis gagnrýnt núverandi ríkisstjórn fyrir hversu skattaglöð hún er, að hans mati. Hann notar Staksteina dagsins í þetta mál.

„Skatt­greiðend­ur fengu kald­ar kveðjur í gær þegar fjár­málaráðherra kynnti fjár­laga­frum­varp árs­ins 2018. Skatt­ar hækka um tugi millj­arða króna og vek­ur sér­staka at­hygli að bíla­eig­end­ur eiga á næsta ári að greiða rúm­um átta millj­örðum króna meira í alls kyns skatta og gjöld en þeir gera í ár og þótti þó nóg um.

Þess­ir skatt­ar og gjöld hækka úr 43,5 millj­örðum króna í 51,6 millj­arða króna.

Vinstri­stjórn­in sem sat á ár­un­um 2009-2013 hækkaði líka skatta á bif­reiðar en hún var þeirr­ar skoðunar að dísel væri minna meng­andi en bens­ín þannig að dísel var skatt­lagt þannig að það væri hag­stæðara en bens­ín.

Al­menn­ing­ur tók sig til og keypti dísel­bíla, en fær þá send­ingu frá nú­ver­andi rík­is­stjórn sem ákveður að hækka gjöld­in á dísellítr­ann um 18 krón­ur og bens­ín­lítr­ann um átta krón­ur.

Þetta er rök­stutt þannig að jafna þurfi gjöld­in því að dísel sé ekki endi­lega heil­næm­ara en bens­ín.

Þessi hækk­un er sem sagt sett í þann bún­ing að um jöfn­un­araðgerð sé að ræða, en vita­skuld er þetta aðeins skatta­hækk­un.

Ef ætl­un­in hefði verið að jafna hefði átt að lækka bens­ín­gjöld­in niður í það sem þau eru á dísel.

Þegar bæði gjöld eru hækkuð, þó að annað sé hækkað meira en hitt, heit­ir aðgerðin skatta­hækk­un.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: