- Advertisement -

Innan við fjórðungur kjósenda mætti

Eyþór Arnalds. Hann vann hyfirburðasigur í veiku prófkjöri.

Pólitík Nokkru innan við fjögur þúsund tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi. Aldrei áður hafa svo fáir sýnt prófkjöri flokksins í Reykjavík áhuga. Ástæða er til að nefna að í þingkosningunum í haust fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm sextán þúsund atkvæði í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Innan við fjórðungur þeirra hafði áhuga á velja flokknum leiðtoga í höfuðborginni.

Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var valinn til forystu árið 2005 tóku um 12.500 þátt og þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir var í öndvegi, árið 2010, tóku yfir sjö þúsund og þátt og þegar Halldór Halldórsson sigraði 2013 kusu meira en fimm þúsund flokksmenn í því prófkjöri.

Það hefur fjarað undan Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, hans gamla höfuðvígi. Niðurstaðan um helgina getur ekki annað en valdið vonbrigðum innan flokksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: