- Advertisement -

Jafnt mesta illvirki Íslandssögunnar

„Eru setningarnar „ekki lýst yfir sérstökum stuðningi“ og „ekki lýst yfir stuðningi“ ólíkar? Það munar vissulega einu orði. Er munur á þessum tveimur setningum sem svari gagnvart spurningunni „hefur Ísland lýst yfir stuðningi?“

Þetta skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

„Já, það er munur að mínu mati. Sérstakur stuðningur getur verið eitthvað annað og meira en stuðningur. En það er ekki hægt að skilja sem svo að Ísland hafi verið í andstöðu. Það þýðir að Ísland hefur líklega ekki svarað spurningunni, „er einhver andstaða við þessar aðgerðir“ með þögn. Sú þögn er stuðningur, en ekki „sérstakur stuðningur“.

Ef þetta (eða álíka) eru þær aðstæður sem leiddu til samþykkis Íslands þá er það ekki heiðarlegt að svara spurningunni um stuðning Íslands á þennan hátt, með því að búa til strámann um „sérstakan stuðning“ sem spurningin snérist ekkert um.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð og Halldór: Hún jafngildir skráningu DO og HÁ á Íslendingum á lista hinna viljugu, sem mér finnst vera mesta illvirki Íslandssögunnar.

Þessar árásir eru að mínu mati til þess að viðhalda valdaegói Trump og eru gersamlega fáránlegar, hvort sem er fyrir varnarbandalag, sem árás eða þá sem sýningartæki fyrir mikilmennskubrjálæði Trumps … ef Ísland hefur með þöglu samþykki sínu gert það að verkum að þetta gerðist þá þarf að rekja hverjir ber ábyrgð á þeirri ákvörðun. Hún jafngildir skráningu DO og HÁ á Íslendingum á lista hinna viljugu, sem mér finnst vera mesta illvirki Íslandssögunnar. Þessi ákvörðun er ekki enn þar en gæti undið upp á sig. Alveg eins og það hefði ekkert endilega verið alvarlegt að vera á lista viljugra ef ekkert hefði gerst í kjölfarið. Alvarleg ákvörðun, vissulega, en ekki illvirki endilega.

Það næsta sem ætti að gerast er að þau sem bera pólitíska ábyrgð á ákvörðuninni stígi fram, biðjist afsökunar, bóki andmæli Íslendinga og segi svo af sér,“ skrifar Björn Leví.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: