- Advertisement -

Jólamaturinn: Mestur verðmunur á jarðaberjum, minnstur á síld

Neytendur Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í átta matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. mánudag. Kannað var verð á 105 algengum vörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Bónus Korputorgi var með lægsta verðið í 50 tilvikum af 105, Krónan Lindum í 38 tilvikum og Víðir Skeifunni í 12 tilvikum. Samkaup-Úrval Hafnarfirði var með hæsta verðið í 56 tilvikum af 105, Hagkaup Holtagörðum í 20 tilvikum, Iceland Vesturbergi 16 og Fjarðarkaup í 11 tilvikum. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði en sjá mátti allt að 147% verðmun.

Mestur verðmunur reyndist vera á ódýrustu fersku jarðaberjunum sem fáanleg voru, en þau voru dýrust á 3.740 kr./kg. hjá Krónunni en ódýrust á 1.512 kr./kg. hjá Fjarðarkaupum, verðmunurinn er 2.228 kr. eða 147%. Minnstur verðmunur að þessu sinni reyndist vera á Jólasíldinni frá ORA sem var dýrust á 829 kr. hjá Hagkaupum og Iceland en ódýrust á 773 kr. hjá Bónus og Krónunni sem er 7% verðmunur.

Sjá nánar á asi.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: