- Advertisement -

Kaffi Vest fær styrk frá borginni

„Í því sambandi má nefna Kaffi Vest sem fékk styrk upp á eina og hálfa milljón til að útbúa veitingaaðstöðu utandyra á gangstétt fyrir framan kaffihúsið.“

„Furðu sætir að meðal þeirra verkefna sem flokkast undir torg í biðstöðu sem hlotið hafa styrk frá Reykjavíkurborg eru fyrirtæki í samkeppnisrekstri. Í því sambandi má nefna Kaffi Vest sem fékk styrk upp á eina og hálfa milljón til að útbúa veitingaaðstöðu utandyra á gangstétt fyrir framan kaffihúsið,“ bókuðu Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir í borgarráði.

„Það vekur upp spurningu hvort rétt sé að styrkja eitt kaffihús umfram annað sem býður upp á þjónustu og aðstöðu fyrir gesti sína utandyra en fjölmörg kaffihús hafa slíka aðstöðu, án þess að hafa þegið opinbera styrki frá Reykjavíkurborg. Í því sambandi má t.d. nefna Kaffi París, sem nýlega hefur gengið í gegnum miklar endurbætur og Jómfrúna, sem hefur góða útiaðstöðu fyrir gesti sína svo dæmi séu nefnd. Það er undarlegt að hægri flokkar eins og Viðreisn skuli ekki gera athugasemd við að verið sé að mismuna fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Ekki nema að það sé ætlun þeirra að öll kaffihús í borginni sem hafa útiaðstöðu fái styrk frá borginni?“

Að venju svöruðu allir meirihlutaflokkannafulltrúarnir, einum rómi. En samt engu um bókun þeirra Kolbrúnar og Vigdísar.

„Þegar Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs var verkefnisins torg í biðstöðu sérstaklega getið. Markmið verkefnisins er m.a. að sýna fram á hvernig hægt er að nota mismunandi svæði í borginni undir mannlíf og grænar áherslur frekar en bílastæði eða annað sem hindraði mannlífsmyndun á viðkomandi svæðum. Þetta hefur tekist afar vel frá því að verkefnið hófst og fagnar meirihluti borgarráðs allri umræðu um torg í biðstöðu enda afar stolt af því verkefni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: