- Advertisement -

Katrín ber fullt trausts til Ásmundar Einars

„Ég ber fullt traust til hæstvirts félagsmálaráðherra. Ég tel ekkert hafa komið fram sem bendir til þess að hann hafi neitt rangt gert í þessu máli,“ sagði forsætisráðherrann, Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag.

Hún hélt áfram og sagði: „Hins vegar hefur hann sjálfur óskað eftir því að óháð úttekt fari fram — frá upphafi málsins til loka þess, þannig að við getum gert eins vel grein fyrir þessu máli og mögulegt er. Af hverju er það mikilvægt? Ég ætla að leyfa mér að segja það einu sinni enn. Það er hlutverk stjórnvalda og Alþingis að tryggja að það kerfi sem við búum til í kringum okkar viðkvæmustu borgara, börnin, sé í lagi, að til þess sé borið traust. Ef ástæða er til að fara ofan í saumana á málum til þess að fá allar staðreyndir upp er það skylda okkar að það verði gert. Og það verður gert.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: