- Advertisement -

„Klekkjum á þessum andskotum“

Gunnar Bragi var harður í umræðunni um hvort Alþingi eigi að biðja Geir H. Haarde afsökunar vegna Landsdómsmálsins. „Þetta voru pólitísk réttarhöld og ekkert annað.“

Gunnar Bragi: „Það var búið að niðurlægja Alþingi með þessu, með pólitískum réttarhöldum sem áttu aldrei að eiga sér stað.“ Ljósmynd: ruv.is

Sumum var eitt í hamsi þegar Alþingi ræddi hvort þingið eigi að biðja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar vegna Landsdómsmálsins.

Gunnar Bragi, fyrrverandi utanríkisráðherra, var meðal þeirra sem tóku til máls. Hann sagði til að mynda:

„Hér var Alþingi sett í þá stöðu að einhverjir stjórnmálamenn vildu fara í pólitískt uppgjör. Þeir sögðu: Nú er tækifærið, Afsakið orðbragðið, virðulegi forseti. Þetta voru pólitísk réttarhöld og ekkert annað. Það var sorglegt, ég ætla ekki að lýsa því hvað það var ömurlegt að vera hérna og verða vitni að þessu. Maður sá líka og heyrði hvernig þingmenn töluðu, klekkjum á þessum andskotum. að nú væri tækifærið til að sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að svona gengi ekki, að þessir aðilar gætu ekki farið með völdin eins og ekkert væri o.s.frv.“

Eins og eitthvað hefði dáið

„Ég var að lesa frásagnir frá þessum tíma fyrir þessa ræðu, það sem þingmenn höfðu sagt í samtölum við fréttamenn og aðra um hvernig þeim liði,“ sagði Gunnar Bragi.

„Ég get alveg vottað að manni leið einhvern veginn eftir þessa atkvæðagreiðslu eins og eitthvað hefði hreinlega dáið. Það var búið að niðurlægja Alþingi með þessu, með pólitískum réttarhöldum sem áttu aldrei að eiga sér stað. Þetta var algjörlega sorglegt. Svo koma menn hér eins og þingmaður Pírata og fara að tala um að tímanum sé illa varið. Þeir ættu að fara frekar yfir það sem Píratar eru að gera í þinginu og reyna að nýta tímann betur.“

„Pólitísk réttarhöld

„Hér var, ég ætla bara að segja það, farið í pólitísk réttarhöld yfir fólki sem átti það ekki skilið — og það má ekki ræða það hér. Árið 2011 reyndi formaður Sjálfstæðisflokksins að koma vitinu fyrir þingmenn hér, vildi leggja fram tillögu um að draga þessa ákvörðun til baka. Hún var reyndar lögð fram en það var komið í veg fyrir að hún fengi afgreiðslu, mikið til af sama fólkinu og stóð að ákærunni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: