- Advertisement -

Kolbeinn, hækka eða lækka veiðigöldin?

Viðsnúningur þingmanna VG er með mestu ólíkindum hvað varðar veiðigjöld og ríkissjóð.

Helsta þrætumál stjórnmálanna í dag er sú ætlan ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin. Þar hafa farið fremst tveir þingmanna Vinstri grænna, þingmenn sem áður vildu  hækka veiðigjöldin. Hér hefur áður verið fjallað um ævintýralegan viðsnúning Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Nú verður félagi hennar Kolbeinn Óttarsson Proppé skoðaður. Hann, rétt einsog Lilja Rafney, hefur snúst í hálfhring í málinu.

Fyrir: Hækkum veiðigjöldin

„Það er alveg ljóst að maður einhendir sér ekki í það verkefni (það er að breyta veiðigjöldum) og lýkur því á skömmum tíma. Ef á að takast að sætta öll sjónarmið í þessu efni hlýtur það að taka umtalsverðan tíma. Eitt af því sem við höfum mörg talað um er að fiskveiðistjórnarkerfið þurfi að vera sanngjarnt og skila sanngjörnu afgjaldi til þjóðarinnar, hins rétta og sanna eiganda auðlindarinnar. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort háttvirtur þingmaður  Ásmundur Friðriksson (Kolbeinn og Ásmundur tókust einmitt á á þingi í umræðunni) gæti hugsað sér að á meðan verið er að vinna að þessari heildarendurskoðun þar sem öll sjónarmið eru sætt sé gripið til þess að hækka veiðigjöld til að fá aukna fjármuni í ríkissjóð sem má þá nýta í samneysluna sem er verkefni okkar allra. Og jafnvel að skoða sérálag á stórar og vel stæðar útgerðir.“

Þetta er ótrúlegt. Kolbeinn lét þessi orð falla í janúar í fyrra, það er ekki lengra síðan.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir: Lækkum veiðigjöldin

„Sam­staða hefur ríkt um það í stjórn­mál­unum að mik­il­vægt sé að breyta þessu og færa útreikn­ing­inn eins nálægt raun­tíma og hægt er. Með frum­varp­inu er það lagt til. Slík breyt­ing mun þó alltaf og óhjá­kvæmi­lega fela í sér breyt­ingu á inn­heimtri upp­hæð. Þau sem vilja raun­tíma­út­reikn­ing, en enga lækk­un, verða því að svara því til hvort þau vilji bíða með kerf­is­breyt­ing­arnar þar til þannig árar að þær skili hækkun en ekki lækk­un. Og þá hvenær þau telja að af því verði. Það væri heið­ar­legt.“

Já, þetta er sá sami Kolbeinn og mælti hin orðin. Þessi tilvitnunin er úr grein sem birt var á Kjarnanum í morgun. Viðsnúningurinn er algjör.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: