- Advertisement -

Konur í stjórnmálum eru berskjaldaðri

Stjórnmál „Ég veit að stjórnmál eru erfið. Þetta er ekki fyrsti stormurinn sem ég hef lent í og örugglega ekki sá síðasti. Þetta fylgir starfinu,“ sagði  Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríksiráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gærmorgun.

Hanna Birna segist alls ekki hafa hugsað að segja af sér ráðherraembætti. „Ég hugsa til þess að ég er kona og ég hef mikinn metnað fyrir því að konur taki þátt í stjórnmálum, líkt og karlar. Mér finnst margt í þessari orðræðu og hvernig er komið fram í íslenskum stjórnmálum á síðustu árum bera þess merki að þetta sé erfiðara fyrir konur en karla. Ég vil ekki vera sú kona sem lætur undan slíkum ómaklegum, ósanngjörnum og ótrúlega óréttlátum aðdróttunum um að ég hafi gert eitthvað rangt. Mér finnst ekki að ég eigi að gefast upp fyrir þessu.“

„Mér finnst að konur í stjórnmálum skynji minni stuðning en strákarnir fá. Þeir taka þéttara hver um annan og segja, hann er einn af okkur og verja alla leið. Það er öðruvísi með konur.“
„Mér finnst að konur í stjórnmálum skynji minni stuðning en strákarnir fá. Þeir taka þéttara hver um annan og segja, hann er einn af okkur og verja alla leið. Það er öðruvísi með konur.“

Hanna Birna er þeirrar skoðunar að staða kenna geti verið verri en karla.

„Ég er þriðja konan sem er varaformaður Sjálfstæðisfloksins á fjórum árum. Margar konur á mínum aldri segjast ekki geta meir. Mér finnst þetta eiga ekkert frekar að eiga við um okkur en strákana.“

Hönnu Birnu er lekamálið og umfjöllun um það ofarlega í huga: „Ég viðurkenni að þetta hefur verið mér erfitt persónulega, erfitt fyrir fjölskylduna mína,  erfitt fyrir fólk sem mér þykir vænt um og því finnst að ég hafi verið beitt óréttlæti. Og ég er oft spurð, hvers vegna ég standi í þessu. Það er vegna þess að mér rennur blóðið til skyldunnar. Ég hef frekar íhugað að hætta í stjórnmálum, það hef ég margoft hugsað. Ég hef spurt mig, þú fórst í stjórnmál til að gera breytingar, til að konur yrðu meira áberandi. Ég hef aldrei brotið lög í starfi mínu. Aldrei nokkurn tímann. Og mér finnst að ég geti ekki svikið þessa sannfæringu mína. Ég hef velt fyrir mér hvort ég eigi að fara gera eitthvað annað.“

Eru konur berskjaldaðri fyrir umræðunni en karlar?

„Já, ég á marga vini í stjórnmálum sem hafa gengið í gegnum miklar hremmingar, ég er ekki sú eina sem hef lent í svona stormi. Það hafa allir forystmenn í stjórnmálum gert, allir formenn Sjálfstæðisflokksins og varaformenn,  allir formenn annarra flokka. Mér finnst að konur í stjórnmálum skynji minni stuðning en strákarnir fá. Þeir taka þéttara hver um annan og segja, hann er einn af okkur og verja alla leið. Það er öðruvísi með konur.“

 Í síðustu viku lásu 69.712 Miðjuna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: