- Advertisement -

KSÍ ræður bara ekki við þetta

Ekki veit ég hvert hugarfar þeirra er sem ráða ferðinni hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Og hvert sem það er er fólki þar á bæ lífsins ómögulegt að ætla báðum kynum það sama. Vilborg Júlía Pétursdóttir skrifaði fínan pistil í morgun.

„Eflaust muna allir eftir spennunni, gleðinni og samstöðunni síðasta sumar þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu gerði góða hluti á EM 2016. Á meðan riðlakeppninni stóð var nánast enginn leikur spilaður á Íslandi af mótum KSÍ svo allir gætu séð leikina og jafnvel farið út til Frakklands að upplifa frábæra lífsreynslu og hvetja strákana okkar áfram sem án efa skilaði okkur langt.
Kvennalandsliðið okkar er núna að fara á EM í júlí og munu þær spila í riðlakeppninni 18. til 26. júlí. KSÍ hefur ákveðið að láta allar deildir og yngri flokka spila leiki sína á meðan riðlakeppni stelpnanna stendur yfir nema Pepsí-deild kvenna, en þar eru leikmenn sem eru að fara út til Hollands að spila fyrir okkar hönd. KSÍ gaf sérstakt landsliðafrí fyrir flestallar deildir og flestalla flokka síðasta sumar en ætlar ekki að gera slíkt hið sama fyrir stelpurnar í ár. Vanvirðing gagnvart kvennalandsliðiðnu okkar og kvennaknattspyrnu á Íslandi yfir höfðuð? Já. Skiptir EM kvenna ekki jafn miklu máli og EM karla? Skipta stelpur ekki jafn miklu máli og strákar þegar kemur að knattspyrnu?“

Þetta er þörf ádrepa. Árangur kvennanna er eftirtektarverður og það ber að nálgast hann, liðið og leikmenn af fullri virðingu. Það væri óskandi að KSÍ bætti sitt ráð.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: