- Advertisement -

Kvótinn forsenda þjóðarsáttar

Sjávarútvegur „Síðan komu þjóðarsáttarsamningarnir 1990. Sumir halda því fram að ein veigamesta forsenda fyrir þeim hafi verið þær skipulagsbreytingar sem gerða höfðu verið á skipan sjávarútvegsmála á áratugnum á undan sem sköpuðu forsendur fyrir meiri stöðugleika í efnahagsmálum en áður hafði þekkst,“ sagði Sigurður Ingi Jónsson sjávarútvetsráðherra, á Alþingi fyrir skömmu.

Hann sagði að; „…í  upphafi var ekki um það að ræða að sjávarútvegurinn gæti greitt fyrir aflaheimildir sínar. Heldur var megin viðfangsefnið að koma greininni á réttan kjöl eftir margar ára taprekstur, minnka afkastagetu flotans og koma á sjálfbærri nýtingu fiskistofna. Þessi markmið hafa gengið eftir og þannig í raun voru notaðar markaðslausnir við þessa úrlausn.“

Hann sagði að gripið hafi verið til margra annarra ráðstafanna samhliða kvótakerfinu. „Þar má nefna afnám flókins sjóðakerfis, aflatryggingasjóðs og verðjöfnunarsjóðs. Þetta millifærslukerfi var orðið svo flókið að einungis fáir menn þekktu innviði þess.

„Þegar kvótakerfið var tekið upp fyrir rúmum þrjátíu árum var það gert til að bregðast viða alltof stórum fiskiskipaflota, gegndalausri ofveiði og látlausu tapi á útgerðinni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er hægt að hlusta á ræðu ráðherrans.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: