- Advertisement -

Þeir lækki eldsneytisverð í millilandaflugi

Eldsneyti er dýrara á millilandaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum heldur en í Keflavík.

„Með tillögu þessari er lagt til að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra undirbúi lagafrumvarp í þá veru að breyting verði á til að verð á eldsneyti í millilandaflugi lækki. Slík breyting mundi styrkja stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og ýta undir dreifingu ferðamanna um landið,“ segir í greinagerð þingsályktunartillögu sem hefur verið lögð fram á Alþingi.

Fyrsti flutningsmaður er Anna Kolbrún Árnadóttir og með henni er allur þingflokkur Miðflokksins.

Tillagan er þessi: „Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra að undirbúa lagafrumvarp þar sem kveðið verði á um ráðstafanir sem leiði til þess að eldsneytisverð í millilandaflugi lækki.“

Í greinagerðinni segir einnig: „Samkvæmt lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara skal jafna flutningskostnað á olíuvörum eins og nánar er þar kveðið á um. Markmið laganna er að tryggja að eldsneytisverð sé hið sama um allt land til að jafna búsetuskilyrði og samkeppnisstöðu fyrirtækja.

Jöfnun á flutningskostnaði á hins vegar ekki við um eldsneyti sem er ætlað til útflutnings og fellur þar undir eldsneyti til millilandaflugs og því er eldsneyti dýrara á millilandaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum heldur en í Keflavík.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: